Fræknir flugmenn og "athugull" blaðamaður
26.3.2009 | 20:40
Mikið blessað lán var það nú að flugmennirnir slökktu á mótornum. Það er auðvitað ekkert grín að hafa þotumótor á fullu afli inni í stofu.
Líklega hefur atburðarásin ekki alveg verið á þessa leið, líklegra að blaðasnápurinn hafi "skriplað á skötu" við þýðinguna. Íslenskunni á Mogganum hefur farið skelfilega aftur síðan Styrmir og Matthías réðu þar ríkjum.
Flugvélarmótor féll á íbúðarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Haha athyglisvert orð líka flugvélarmótor.. svo sem rétt en frekar löt þýðing flugvélahreyfill
Magnaður atburður samt
Snorri Páll Snorrason, 26.3.2009 kl. 22:19
Já ég ætlaði einmitt að fara að gera athugasemd við þetta rökleysi blaðamanns. Þegar fréttir eru þýddar svona gagmrýnilaust má alveg eins fara að notast við þýðingarforrit... Og þetta gerist svo sem við textun á sjónvarpsefni -og jafnvel kvikmyndum- þannig að halda mætti að þýðandi hafi ekki horft á það efni sem hann var að þýða.
Ætli hér hafi ekki verið átt við að rofið hafi verin eldsneytisgjöf til "stofhreyfilsins" til að auka ekki íkveikjuhættu (og spara eldsneyti (þó við hættu aðstæður séu umframbirgðir eldsneytis gjarnan losaðar fyrir (nauð)lendingu))
Pétur Arnar Kristinsson, 27.3.2009 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.