Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Fræknir flugmenn og "athugull" blaðamaður

Mikið blessað lán var það nú að flugmennirnir slökktu á mótornum. Það er auðvitað ekkert grín að hafa þotumótor á fullu afli inni í stofu.

Líklega hefur atburðarásin ekki alveg verið á þessa leið, líklegra að blaðasnápurinn hafi "skriplað á skötu" við þýðinguna. Íslenskunni á Mogganum hefur farið skelfilega aftur síðan Styrmir og Matthías réðu þar ríkjum.


mbl.is Flugvélarmótor féll á íbúðarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthljóðsbylgjur

Nú þyrfti einhver sigldur og lesinn maður að koma til og útskýra fyrir okkur pöpulnum hvað úthljóðsbylgjur eru. Ég veit um útfjólubláar ljósbylgjur. Ég veit líka að það er hægt að birta myndir með hljóðbylgjutækni. Þannig sjá t.d. margir foreldrar börn sín í fyrsta skipti. Kannski eru úthljóðsbylgjur einhver bræðingur af þessu tvennu. Veit einhver? Eða hefur e.t.v. eitthvað skolast til í þýðingunni hjá blaðamanninum/konunni? W00t
mbl.is Flugvél Smiths í leitirnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er enginn að tengja?

Halló!!! Það eru að koma kosningar. Þá er nú tími til iðrunar. En fyrst konan er svona gráti næst að hafa staðið sig svona illa, af hverju er hún þá að bjóða sig fram á ný? Þetta kalla ég að kunna ekki að skammast sín.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekur sig

Þeir héldu því fram á sínum tíma að Írakar gætu beitt efnavopnum með 45 mín. fyrirvara
mbl.is Telja Írana geta smíðað sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband