Úthljóðsbylgjur

Nú þyrfti einhver sigldur og lesinn maður að koma til og útskýra fyrir okkur pöpulnum hvað úthljóðsbylgjur eru. Ég veit um útfjólubláar ljósbylgjur. Ég veit líka að það er hægt að birta myndir með hljóðbylgjutækni. Þannig sjá t.d. margir foreldrar börn sín í fyrsta skipti. Kannski eru úthljóðsbylgjur einhver bræðingur af þessu tvennu. Veit einhver? Eða hefur e.t.v. eitthvað skolast til í þýðingunni hjá blaðamanninum/konunni? W00t
mbl.is Flugvél Smiths í leitirnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Það er líka athyglisvert í þessari frétt að skrifar  segir  vélina á  20 metra dýpi ,,undir sjó og leðju".

Eiður Svanberg Guðnason, 21.3.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úthljóð eða ultrasound eru hátíðinihljóðbylgjur, ofan þeirra marka sem mannleg skynfæri greina (þ.e. eyrun). Hugtakið er þannig myndað á sambærilegan hátt og t.d. útfjólublátt ljós sem er líka ofan þeirrar bylgjulengdar sem við nemum með skynfærunum (augum í því tilviki). Með úthljóðsbylgjum er hægt að senda orku og beina henni á ákveðna staði ekki ósvipað og hægt er með örbylgjum, og einnig má mæla endurkastið eins og á ratsjám (radar) eða bergmálsdýptarmælum sem notaðir eru á sjó. Þessar bylgjur eru m.a. notaðar á sjúkrahúsum til að brjóta nýrnasteina o.þ.h. og í ómtækjum sem notuð eru við fósturskoðun (sónar). Einnig má nota þetta til merkjasendinga, fyrstu þráðlausu fjarstýringarnar sendu frá sér hátíðnihljóðmerki til hljóðnema á sjónvarpstækinu, en nú til dags er þó oftast notað innrautt* ljósmerki í slíkum búnaði. Mörg fleiri og fjölbreytt not eru fyrir hljóðbylgjur, menn hafa t.d. gert tilraunir með bergmálsmyndatökur (sbr. röntgenmyndir) bæði í læknisfræðilegum sem og tæknilegum tilgangi. Dæmi um það eru myndatökur af stálbitum í burðarvirkjum húsa í þeim tilgangi að greina málmþreytu og aðra burðarþolsgalla. Notagildi þessarar tækni eru enn sem komið er lítil takmörk sett nema af hugvitsemi og ímyndunarafli vísinda- og uppfinningamanna og því koma öðru hverju fram áhugaverðar nýjungar á þessu sviði.

*Hugtakið innrautt (infra-red) er sprottið af svipuðum meiði, en innrautt ljós er ljós sem er svo "rautt" að það nær niður fyrir mörk þeirra bylgjulengda sem augu okkar nema. Í bylgjufræðilegu samhengi eru því forskeytin inn- og út- algjörar andstæður, nákvæmlega eins og þessi orð eru í sinni venjulegu merkingu. ;)

Þetta svarar vonandi spurningunni...

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2009 kl. 14:07

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Þakka svarið nafni. Þetta sýnir bara að íslenskan er í bullandi þróun. Ég man ekki að hafa séð þessa þýðingu á enska orðinu "ultrasound" en þekki auðvitað vel hið íslenska "hátíðnihljóðbylgjur" Ég gæti vel trúað að til dæmis hvalir "sjái" með þessum hætti í hafdjúpunum.

Hins vegar finnst mér íslenskunni á mogganum hafa stórhrakað frá árum Styrmis og Mattíasar.

Guðmundur Benediktsson, 21.3.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Jóhann I Axelsson

Takk fyrir það G.Á.

Jóhann I Axelsson, 21.3.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband