Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Skömm Davíðs þórs

“Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.” orti Hallgrímur Pétursson í Passíusálmunum. Davíð Þór Jónsson fellur í þessa sömu gryfju í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn (25.5.2008) þar sem yfirskriftin er “Skömm Skagans”. Þar skrifar hann mærðarlega um kristilegan kærleik og hjartarúm en endar á  að stimpla alla Skagamenn hræsnara fyrir skoðanir lítils hluta þeirra sem búa hér í bæ. Það er því miður staðreynd að þessar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá ákveðnum hluta ekki bara Akurnesinga heldur líka Íslendinga allra. Það verður hins vegar að líta til þess að fólk er misvel upplýst og hefur því misjafnar forsendur til að mynda sér skoðun á hverju máli. Fyrir mörgum árum sagði ungur “þjóðernissinnaður” maður eitthvað á þá leið í viðtali við DV að hver sem er gæti séð muninn á Íslendingi og negra með priki. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að dæma þessa menn út frá ímyndum, við verðum að líta á það sem liggur að baki, fordómarnir spretta af upp af fáfræði. Svipað er uppi á teningnum nú. Fólk sem er minna inni í málum flóttamanna og innflytjenda en Davíð þór og ég spyr sig hvernig félagslega kerfið geti tekið á sig auknar byrðar þar sem þær eru fyrir. Fólk á biðlista eftir íbúð spyr sig hvort flóttamenn verði teknir fram yfir það, og konur og menn sem misstu vinnuna hjá HB-Granda spyrja sig hvernig geti verið pláss fyrir flóttafólkið á vinnumarkaðnum. Fólk sem veit ekki betur spyr sig þessara spurninga og það er ekkert óeðlilegt við það. Hér stendur hnífurinn í kúnni, fólk er ekki nógu vel upplýst. Koma flóttafólksins er vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins og á ábyrgð þess og það verður því ríkið sem ber þungann af komu flóttamannanna til Akraness. Þetta er það sem vantar að upplýsa fólk um. Því verður þó ekki breytt að hluti Íslendinga er á móti útlendingum af ýmsum ástæðum en ég held að fáfræði og þröngsýni leiki þar stærsta hlutverkið. Ekki verður Davið Þór vændur um þá kvilla en það er hræsni að að mala um kristilegan kærleik í einu orði og úthrópa svo náungann í hinu næsta vegna orða fárra. Íbúafundurinn á Akranesi í dag verður vonandi til þess að þvo burt rasistastimpilinn sem Davíð Þór og fleiri hafa sett á Skagann. Akurnesingar munu taka vel á móti flóttafólkinu þegar þar að kemur.
mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband