Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þetta er farsi!
21.10.2008 | 20:20
Skv. útvarpsfréttum eiga kaupmenn í erfiðleikum með að leysa út vörur og kom m.a. fram að skortur gæti orðið á flatskjám. Hvenær hættir þetta að versna, hvers eigum við að gjalda? Ég á einn flatskjá og var að spá í að fá mér annan. Nú verð ég að eiga gamla sprengifima túbusjónvarpið áfram. Er ekki kominn tími á að Eþíópar eða Sómalir gjaldi okkur allar safnanirnar fyrir hungraðan heim og splæsi saman í flatskjái fyrir okkur? Við erum jú bara 300 þúsund en þeir skipta milljónum. Jöfnuðurinn hlýtur að vera orðinn okkur í hag.
Spá 10% efnahagssamdrætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að hengja bakara fyrir smið
9.10.2008 | 18:31
Var Davíð, í Kastljóss-viðtalinu, að árétta orð Árna við sir Darling eða á að hengja Árna fyrir Davíð?
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mogginn vakir
7.10.2008 | 20:37
Moggamenn lesa greinilega bloggið. Það er búið að skipta út Vædderen eða hvað það nú var fyrir Týr eða Ægi (þetta er svoítið þokukennt).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvaða landhelgisgæsla?
7.10.2008 | 18:55
Það er nú gott að vita til þess að íslenskt varðskip er loksins komið á sjó. Hins vegar er myndin sem fylgir fréttinni nokkuð dæmigerð fyrir rekstrarástand Gæslu vorrar. Ég sé ekki betur en að þetta sé Danskurinn djöfulóður sem leynist þarna milli ísjakanna. Það er huggun að vita af frænda þarna úti á meðan Georg er að mála og safna fyrir næsta túr. Jóhann hefði kannski átt að mála meira í sínu embætti.
Varðskip til aðstoðar færeyskum togara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)