Hvaða landhelgisgæsla?
7.10.2008 | 18:55
Það er nú gott að vita til þess að íslenskt varðskip er loksins komið á sjó. Hins vegar er myndin sem fylgir fréttinni nokkuð dæmigerð fyrir rekstrarástand Gæslu vorrar. Ég sé ekki betur en að þetta sé Danskurinn djöfulóður sem leynist þarna milli ísjakanna. Það er huggun að vita af frænda þarna úti á meðan Georg er að mála og safna fyrir næsta túr. Jóhann hefði kannski átt að mála meira í sínu embætti.
Varðskip til aðstoðar færeyskum togara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Nafni.
Það er mér sönn ánægja að staðfesta það við þig að þessi mynd er tekinn af íslenska varðskipinu Ægi, sumarið 2006 djúpt norður af Vestfjörðum.
Kveðja
Guðmundur St. Valdimarsson, 7.10.2008 kl. 22:00
Og, ég var að tala við skipherrann, Einar H. Valsson rétt áðan. Hann er á leiðinni til Grænlands með vaska áhöfn í 10 metra ölduhæð og óveðri. Það er betra að öllu leyti að vera heima og dæma verkefnið ónýtt, og okkar fólk óhæft.
Friðrik Höskuldsson, 7.10.2008 kl. 22:14
Það er ekkert nema rétt hjá þér nafni að núverandi mynd er af v/s Ægi. Þegar fréttin birtist var hins vegar önnur mynd með og sú var af einhverju dönsku varðskipanna við svipaðar aðstæður, að vísu í betra skyggni. Þeir eru hetjur hafsins, Gæslumenn, að halda út í þetta veður. Vegni þeim vel.
Guðmundur Benediktsson, 7.10.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.