Hvalslíf og mannslíf
11.9.2008 | 22:58
Það er mjög gott framtak að setja upp þessi upplýsingaskilti við Pollinn og athyglisvert hvað menn eru fljótir að bregðast við. Þó er þetta líklega aðeins tímabundinn viðburður og þessum hvölum verður tæplega langra lífdaga auðið á þessum stað. Kjörsvæði þeirra og aðalfæða er jú á úthafinu. Í þessu sambandi er mjög athyglisvert að rifja upp annað skiltamál. Það er varúðarskiltið sem ég veit ekki hvort búið er að setja upp í Reynisfjöru. Þar hafa ferðamenn þó verið í augljósri lífshættu og reyndar hefur ástandið kostað mannslíf, að hluta til vegna fáránlegs karps um hver á að bera kostnað og ábyrgð á að vara við hættulegum aðstæðum sem ekki eru öllum augljósar. Það tók styttri tíma að setja upp vegasjoppu á staðnum. Enn eitt dæmið um undarlegar áherslur í mannlífinu.
Upplýsingaskilti um andarnefjur við Pollinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvalslíf, mannslíf. Skil ekki. Hvað er líkt með Reynisfjöru við Vík og lygnum Akureyrarpolli. Andarnefjurnar virðast líka hafa það gott eftir því sem vísindamenn segja sem fylgjast með þeim. Hér á Akureyri er ekkert "bíb" gagnvart þeim bara jákvæðni og skemmtilegheit. Ekkert skítamál. - Þær ráða för.
Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 23:44
Það var nú þetta skiltamál sem ég var að vekja athygli á, Haraldur Skagamaður. Það er meiri áhersla á að vekja athygli á dauðadæmdum hvölum en aðstæðum sem hafa kostað mannslíf.
Guðmundur Benediktsson, 12.9.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.