Skömm Davíðs þórs

“Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.” orti Hallgrímur Pétursson í Passíusálmunum. Davíð Þór Jónsson fellur í þessa sömu gryfju í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn (25.5.2008) þar sem yfirskriftin er “Skömm Skagans”. Þar skrifar hann mærðarlega um kristilegan kærleik og hjartarúm en endar á  að stimpla alla Skagamenn hræsnara fyrir skoðanir lítils hluta þeirra sem búa hér í bæ. Það er því miður staðreynd að þessar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá ákveðnum hluta ekki bara Akurnesinga heldur líka Íslendinga allra. Það verður hins vegar að líta til þess að fólk er misvel upplýst og hefur því misjafnar forsendur til að mynda sér skoðun á hverju máli. Fyrir mörgum árum sagði ungur “þjóðernissinnaður” maður eitthvað á þá leið í viðtali við DV að hver sem er gæti séð muninn á Íslendingi og negra með priki. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að dæma þessa menn út frá ímyndum, við verðum að líta á það sem liggur að baki, fordómarnir spretta af upp af fáfræði. Svipað er uppi á teningnum nú. Fólk sem er minna inni í málum flóttamanna og innflytjenda en Davíð þór og ég spyr sig hvernig félagslega kerfið geti tekið á sig auknar byrðar þar sem þær eru fyrir. Fólk á biðlista eftir íbúð spyr sig hvort flóttamenn verði teknir fram yfir það, og konur og menn sem misstu vinnuna hjá HB-Granda spyrja sig hvernig geti verið pláss fyrir flóttafólkið á vinnumarkaðnum. Fólk sem veit ekki betur spyr sig þessara spurninga og það er ekkert óeðlilegt við það. Hér stendur hnífurinn í kúnni, fólk er ekki nógu vel upplýst. Koma flóttafólksins er vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins og á ábyrgð þess og það verður því ríkið sem ber þungann af komu flóttamannanna til Akraness. Þetta er það sem vantar að upplýsa fólk um. Því verður þó ekki breytt að hluti Íslendinga er á móti útlendingum af ýmsum ástæðum en ég held að fáfræði og þröngsýni leiki þar stærsta hlutverkið. Ekki verður Davið Þór vændur um þá kvilla en það er hræsni að að mala um kristilegan kærleik í einu orði og úthrópa svo náungann í hinu næsta vegna orða fárra. Íbúafundurinn á Akranesi í dag verður vonandi til þess að þvo burt rasistastimpilinn sem Davíð Þór og fleiri hafa sett á Skagann. Akurnesingar munu taka vel á móti flóttafólkinu þegar þar að kemur.
mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Halldór.

Vissir þú ekki að stór hópur Palestínumanna er kristinnar trúar?

Væri ekki betra að kynna sér málin áður en geyst er af stað út um alla koppagrundu með bábiljur?

Það hafa allir rétt á að hafa sína skoðun. Líka þú  !

En það er betra að hafa rök fyrir því sem maður segir.

Hallur Magnússon, 26.5.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það er stór hópur íslendinga kaþólksur.

Vissir þú það ekki?

Hallur Magnússon, 26.5.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Halldór og Hallur, hættið að rífast á bloggsíðunni minni!!!

Guðmundur Benediktsson, 26.5.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Halldór!

Enn einu sinni væri betra að skoða málin betur. Fólkið eru palestínskir flóttamenn í Írak. Þrátt fyrir allt þá lifðu kristnir þokkalegu lífi í Írak undir stjórn Saddams. Stærsti hluti kristinna Palestínumanna hefur flust frá Miðausturlöndum annað. Hluti kristinna Palestínumanna flúðu til Íraks - þar sem þeir fengu að vera í sæmilegum friði.  Hlutfall kristinna Palestínumanna í Írak var hærra en hlutfall kristinna Palestínumanna á Gaza og Vesturbakkanum.

Í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna og co í Írak hafa kristnir menn - bæði kristnir Palestínumenn og kristnir Írakar  - því miður orðið að flýja. Mögulega er hluti þessara flóttamanna sem hingað koma kristnir - hver veit!

Hallur Magnússon, 26.5.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er nú reyndar alveg hárrétt ábending hjá Halli.  Það er ekkert sem segi að fólkið þurfi endilega að vera muslimar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Man eftir að hafa rekist á í einhverri af bókum Edwards Saids að 10-15% Palestínumanna eru kristnir.  Rúmlega 80% játa islam, en restin tilheyrir öðrum trúarbrögðum, sumum fornum.  Drúsar eru þónokkrir meðal Palestínumanna, en líka slatti af Samverjum.  Þeir eru kallaðir gyðinglegu Palestínumennirnir, og byggja sína trúarkenningu á Toru.  Hlutfall kristinna Palestínumanna er hærra utan herteknu svæðanna, ef t.d. á vesturbakkanum og Gaza er hærra hlutfall múslima.  Félagslegar aðstæður gætu skýrt þetta, ég veit ekki ástæðuna.  Mig minnir líka að Edward Said hafi sagt að engin Arabaþjóð hefði jafn hátt hlutfall kristinna manna.  

Það er því áreiðanlega rétt hjá Halli að hlutfall kristinna meðal Palestínumannanna sem flúðu til Írak hafi verið hærra en meðal þeirra sem urðu eftir.

En burt séð frá trúarbrögðum, þá vona ég að konurnar og börnin þeirra eigi góða ævidaga hér og verði hér sem lengst.  Kannski að við fáum alvöru arabískan veitingastað einhvern tíma, eða förum að sjá Oum Koulthoum og Farid El'Atrash í plötubúðunum.

Bergþóra Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 01:13

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Halldór,  samkvæmt heimildinni sem þú vitnar sjálfur til, eiga þessi 1.1-2.4% aðeins við um herteknu svæðin:  Vesturbakkann og Gasaströndina.  Þá telurðu ekki með allan þann fjölda Palestínumanna sem býr annars staðar, bæði í Ísrael og víðar.  Þar er hlutfall kristinna hærra.

Bergþóra Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 01:19

8 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

ah

Guðmundur Benediktsson, 27.5.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband