Heyr heyr Watson!
5.4.2008 | 23:27
Annað hvort er blaðamaðurinn vitleysingur eða þá Watson, sem er nú líklegra. Skiptir engu máli hvar skipið er skráð ef hann er að brjóta lögin í landhelgi.
Það hlýtur að vera gaman að sportast um höfin í sjóræningjaleik á kostnað auðtrúa og velmeinandi fólks sem jafnvel hefur aldrei séð sjóinn. En tilgangurinn helgar meðalið. Það segir Bin Laden.
Liðsmenn Sea Shepherd kærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú virðist nú vera mesti vitleysingurinn af þínum skrifum að dæma. Sýnist á öllu að þú styðjir þennan óbjóð.
kos, 6.4.2008 kl. 01:21
áfram Watson, nýlegar myndir frá kópa og sela slátruninni sýna jafnvel mestu og vernduðustu fávitunum hversu ónauðsynlegt og illt þetta er...
halkatla, 6.4.2008 kl. 03:12
Það væri gaman að vita hvort hundspottið "Kill on Sight" og hún Anna Karen borði kjöt. Mér hefur alltaf fundist undarleg rök dýraverndunarsinna að segja selveiðar ómannúðlegar. Það getur aldrei orðið falleg athöfn að slátra dýri, hvort sem það er innan veggja sláturhúss eða úti á ísnum. En hvort er nú mannúðlegra? Selurinn hefur lifað frjáls í villtri náttúru þar til einn daginn, BANG, og allt búið. Þegar húsdýr eru leidd til slátrunar eru þau jafnvel búin að hristast hundruð kílómetra í flutningabíl frá heimkynnum sínum. Svín og kjúklingar eyða ævinni í einni hrúgu með sínum líkum. Blessuð lömbin fá þó að eyða sínu eina sumri í frjálsræði á fjöllum. Hvar liggur mannúðin? Því segi ég eins og AliP, Komið þið með betri rök en ojj!
Guðmundur Benediktsson, 6.4.2008 kl. 11:42
Ef það þarf að drepa selina, af hverju er þá ekki hægt að gera það á betri hátt? Er það of dýrt að skjóta þá í hausinn einu skoti? Ef fólk segir að svo sé þá er það fólk virkilega slæmt og ætti skilið að fá sömu meðferð og selirnir.
kos, 6.4.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.