Er enginn að tengja?

Halló!!! Það eru að koma kosningar. Þá er nú tími til iðrunar. En fyrst konan er svona gráti næst að hafa staðið sig svona illa, af hverju er hún þá að bjóða sig fram á ný? Þetta kalla ég að kunna ekki að skammast sín.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan endurtekur sig

Þeir héldu því fram á sínum tíma að Írakar gætu beitt efnavopnum með 45 mín. fyrirvara
mbl.is Telja Írana geta smíðað sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti fólksins

Samfélagsleg sátt svo að átök lægi í samfélaginu.

Örugg og ábyrgðarfull ákvörðunartaka.

Kjósa til alþingis sem fyrst.

Ný stjórnskipan, ný stjórnarskrá, nýtt lýðveldi. 

 

Hað sem öllum prinsippum og prótókollum líður, er þetta ekki það sem fólkið (aðrir en harðkjarna sjálfstæðismenn) hefur verið að fara fram á? Mér sýnist að forsetinn hafi jafn rétt fyrir sér nú og með ástand vega á Vestfjörðum á sínum tíma. Það fór ekki vel ofan í Blöndalinn sem þá var samgönguráðherra. Hann varð sannleikanum sárreiðastur.


mbl.is Björn: Forsetinn gekk á svig við hlutleysi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk

Hryðjuverkamaðurinn í þessu tilfelli er Sigurður sjálfur. Hann er að gera hryðjuverkaárás á gamla og góða íslenska siði.
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úbbs!

Nú væri gaman að heyra reynslusögur. Skildi maður verða var við svona atburð? Ég get svosem alveg ímyndað mér að stærðarhlutföll fleys og hvals ráði þar nokkru. Ég man eftir blaðafrétt fyrir mörgum árum síðan þar sem sagt var frá því að flutningaskip kom siglandi inn í Hafnarfjarðarhöfn með hval á perunni.
mbl.is Langreyður fannst rekin á Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir er búinn að missa sjarmann

Maður stóð í þeirri trú að með brotthvarfi Davíðs og tilkomu Geirs mundi ímynd sjálfstæðisflokksins mýkjast. Geir hafði alla burði til að verða vinsæll leiðtogi. Hann var svona föðurlegur rólyndiskall sem var óhræddur við að standa upp og taka lagið. Síðustu misserin hefur hann hins vegar sýnt einhverja furðulega skapbresti í anda Davíðs við eðlilegum spurningum, t.d. um eftirlaunafrumvarpið og svo má bara ekkert ræða evruna.

Það kom svo sem ágætlega fram á fundinum í Háskólabíói í gær að það er orðin ansi breið vík á milli Geirs og þjóðarinnar og ekki má skilja Ingibjörgu Sólrúnu fyrrum alþýðukonu útundan. Geir var steinhissa á að svo margir hefðu mætt og Ingibjörg reyndi að sannfæra hnotskurn þjóðarinnar að hún endurspeglaði ekki skoðanir þjóðarinna. Kommon, segi ég nú. Hvar í andsk. hefur þetta fólk verið? Fylgist það ekki með því sem er að gerast í þjóðfélaginu? Norski sérfræðingurinn hefur kannski bundið fyrir augun og troðið í eyrun á þeim hjúum eftir að hann var búinn að líma fyrir gaphúsið á Jónasi FR.? Það er allt í himnalagi...


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norski herinn mættur

Maður fær ekki á tilfinninguna að stjórnvöld séu í einlægni og með allra hag að reyna að leysa vandamálin. Það lýtur frekar út fyrir að það sé verið að reyna að fela eitthvað. Hver er tilgangurinn með því að halda upplýsingum frá fólki? Hvað má Jónas Fr. ekki segja? Er hann að fela sig eða er verið að fela hann? Og Ingibjörg tekur þátt í þessu makki.
mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komst upp um strákinn Tuma

Er þetta bara ekki eins og kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni? Fréttum er lekið hingað og þangað og sögur eru spunnar eftir hentugleikum. Eini munurinn er sá að nú er kýrskýrt hver stendur að málum. Það er eftirsjá að Bjarna af Alþingi.
mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er farsi!

Skv. útvarpsfréttum eiga kaupmenn í erfiðleikum með að leysa út vörur og kom m.a. fram að skortur gæti orðið á flatskjám. Hvenær hættir þetta að versna, hvers eigum við að gjalda? Ég á einn flatskjá og var að spá í að fá mér annan. Nú verð ég að eiga gamla sprengifima túbusjónvarpið áfram. Er ekki kominn tími á að Eþíópar eða Sómalir gjaldi okkur allar safnanirnar fyrir hungraðan heim og splæsi saman í flatskjái fyrir okkur? Við erum jú bara 300 þúsund en þeir skipta milljónum. Jöfnuðurinn hlýtur að vera orðinn okkur í hag.  Blush
mbl.is Spá 10% efnahagssamdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja bakara fyrir smið

Var Davíð, í Kastljóss-viðtalinu, að árétta orð Árna við sir Darling eða á að hengja Árna fyrir Davíð?
mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband