Geir er búinn að missa sjarmann

Maður stóð í þeirri trú að með brotthvarfi Davíðs og tilkomu Geirs mundi ímynd sjálfstæðisflokksins mýkjast. Geir hafði alla burði til að verða vinsæll leiðtogi. Hann var svona föðurlegur rólyndiskall sem var óhræddur við að standa upp og taka lagið. Síðustu misserin hefur hann hins vegar sýnt einhverja furðulega skapbresti í anda Davíðs við eðlilegum spurningum, t.d. um eftirlaunafrumvarpið og svo má bara ekkert ræða evruna.

Það kom svo sem ágætlega fram á fundinum í Háskólabíói í gær að það er orðin ansi breið vík á milli Geirs og þjóðarinnar og ekki má skilja Ingibjörgu Sólrúnu fyrrum alþýðukonu útundan. Geir var steinhissa á að svo margir hefðu mætt og Ingibjörg reyndi að sannfæra hnotskurn þjóðarinnar að hún endurspeglaði ekki skoðanir þjóðarinna. Kommon, segi ég nú. Hvar í andsk. hefur þetta fólk verið? Fylgist það ekki með því sem er að gerast í þjóðfélaginu? Norski sérfræðingurinn hefur kannski bundið fyrir augun og troðið í eyrun á þeim hjúum eftir að hann var búinn að líma fyrir gaphúsið á Jónasi FR.? Það er allt í himnalagi...


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hvaða sjarma?
þeir fjarlægist enn meira ef við verðum tekin inn í ESB.

Heidi Strand, 25.11.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég held að ef til vill megi skýra skapbresti Geirs í ljósi aðstæðna. Ótrúlega margt hefur dunið yfir, og mikið mæðir á honum. Ef til vill er hann að horfast í augu við að þurfa að endurskoða atriði í hugmyndfræði sinni. Slíkt er erfitt fyrir allt fólk. Geir er góður kall. Hann er að gera sitt besta. Hvort það sé nógu gott er svo annar handleggur.

Sindri Guðjónsson, 29.11.2008 kl. 02:12

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Hann var byrjaður að sýna þessi einkenni fyrir kreppu, t.d. þegar hermt var upp á hann kosningaloforð vegna eftrilaunafrumvarpsins alræmda.

Guðmundur Benediktsson, 1.12.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband