Mogginn vakir

Moggamenn lesa greinilega bloggið. Það er búið að skipta út Vædderen eða hvað það nú var fyrir Týr eða Ægi (þetta er svoítið þokukennt). 

Hvaða landhelgisgæsla?

Það er nú gott að vita til þess að íslenskt varðskip er loksins komið á sjó. Hins vegar er myndin sem fylgir fréttinni nokkuð dæmigerð fyrir rekstrarástand Gæslu vorrar. Ég sé ekki betur en að þetta sé Danskurinn djöfulóður sem leynist þarna milli ísjakanna. Það er huggun að vita af frænda þarna úti á meðan Georg er að mála og safna fyrir næsta túr. Jóhann hefði kannski átt að mála meira í sínu embætti.
mbl.is Varðskip til aðstoðar færeyskum togara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalslíf og mannslíf

Það er mjög gott framtak að setja upp þessi upplýsingaskilti við Pollinn og athyglisvert hvað menn eru fljótir að bregðast við. Þó er þetta líklega aðeins tímabundinn viðburður og þessum hvölum verður tæplega langra lífdaga auðið á þessum stað. Kjörsvæði þeirra og aðalfæða er jú á úthafinu. Í þessu sambandi er mjög athyglisvert að rifja upp annað skiltamál. Það er varúðarskiltið sem ég veit ekki hvort búið er að setja upp í Reynisfjöru. Þar hafa ferðamenn þó verið í augljósri lífshættu og reyndar hefur ástandið kostað mannslíf, að hluta til vegna fáránlegs karps um hver á að bera kostnað og ábyrgð á að vara við hættulegum aðstæðum sem ekki eru öllum augljósar. Það tók styttri tíma að setja upp vegasjoppu á staðnum. Enn eitt dæmið um undarlegar áherslur í mannlífinu.
mbl.is Upplýsingaskilti um andarnefjur við Pollinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðursýki

Ég sé nú ekki hvað er fréttnæmt við þenna atburð. Það kemur fram að börnin voru í björgunarvestum og flotbúningum, sem sagt rétt og vel búin miðað við aðstæður. Mér liggur við að segja að slíkt sé undantekning hér á landi.  
mbl.is Börnum komið til bjargar á Skorradalsvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm Davíðs þórs

“Þetta, sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.” orti Hallgrímur Pétursson í Passíusálmunum. Davíð Þór Jónsson fellur í þessa sömu gryfju í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn (25.5.2008) þar sem yfirskriftin er “Skömm Skagans”. Þar skrifar hann mærðarlega um kristilegan kærleik og hjartarúm en endar á  að stimpla alla Skagamenn hræsnara fyrir skoðanir lítils hluta þeirra sem búa hér í bæ. Það er því miður staðreynd að þessar skoðanir eiga upp á pallborðið hjá ákveðnum hluta ekki bara Akurnesinga heldur líka Íslendinga allra. Það verður hins vegar að líta til þess að fólk er misvel upplýst og hefur því misjafnar forsendur til að mynda sér skoðun á hverju máli. Fyrir mörgum árum sagði ungur “þjóðernissinnaður” maður eitthvað á þá leið í viðtali við DV að hver sem er gæti séð muninn á Íslendingi og negra með priki. Það er að sjálfsögðu ekki rétt að dæma þessa menn út frá ímyndum, við verðum að líta á það sem liggur að baki, fordómarnir spretta af upp af fáfræði. Svipað er uppi á teningnum nú. Fólk sem er minna inni í málum flóttamanna og innflytjenda en Davíð þór og ég spyr sig hvernig félagslega kerfið geti tekið á sig auknar byrðar þar sem þær eru fyrir. Fólk á biðlista eftir íbúð spyr sig hvort flóttamenn verði teknir fram yfir það, og konur og menn sem misstu vinnuna hjá HB-Granda spyrja sig hvernig geti verið pláss fyrir flóttafólkið á vinnumarkaðnum. Fólk sem veit ekki betur spyr sig þessara spurninga og það er ekkert óeðlilegt við það. Hér stendur hnífurinn í kúnni, fólk er ekki nógu vel upplýst. Koma flóttafólksins er vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins og á ábyrgð þess og það verður því ríkið sem ber þungann af komu flóttamannanna til Akraness. Þetta er það sem vantar að upplýsa fólk um. Því verður þó ekki breytt að hluti Íslendinga er á móti útlendingum af ýmsum ástæðum en ég held að fáfræði og þröngsýni leiki þar stærsta hlutverkið. Ekki verður Davið Þór vændur um þá kvilla en það er hræsni að að mala um kristilegan kærleik í einu orði og úthrópa svo náungann í hinu næsta vegna orða fárra. Íbúafundurinn á Akranesi í dag verður vonandi til þess að þvo burt rasistastimpilinn sem Davíð Þór og fleiri hafa sett á Skagann. Akurnesingar munu taka vel á móti flóttafólkinu þegar þar að kemur.
mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr heyr Watson!

Annað hvort er blaðamaðurinn vitleysingur eða þá Watson, sem er nú líklegra. Skiptir engu máli hvar skipið er skráð ef hann er að brjóta lögin í landhelgi.

Það hlýtur að vera gaman að sportast um höfin í sjóræningjaleik á kostnað auðtrúa og velmeinandi fólks sem jafnvel hefur aldrei séð sjóinn. En tilgangurinn helgar meðalið. Það segir Bin Laden.


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd kærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vita þeir meira en við?

Maður fer að spyrja spyrja sig hvort landsfeðurnir segi okkur allan sannleikann. Vita þeir úti í heimi eitthvað meira en íslenskur almenningur eða eru þeir upp til hópa illa upplýstir vitleysingar? Segja pólitíkusar ekki fram í rauðan dauðann að allt sé í lagi þó þeir sitji í miðju bálinu?
mbl.is Eitraður vogunarsjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakið dæmi

Er þetta ekki bara til að undirstrika þá gífurlegu hættu sem stafar af flugvellinum? Heilir 10, tíu lítrar af eldsneyti láku niður. Svona kæruleysi gengur bara alls ekki. Eða er kannski bara skollin á gúrkutíð í fjölmiðlum fyrst Villi lætur sér ekki segjast? 
mbl.is Eldsneytisleki á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýmingarhætta

Undarlegt er þetta. Það eru 800 fjallagórillur eftir í Kongó og réttilega vekur það miklar tilfinningar ef einhver þeirra er drepin. Nú var stórum hluta þessa fá(geita)gæta geitastofns sem er búinn að vera hér í einangrun síðan um landnám fyrirkomið og enginn segir neitt!?!
mbl.is Vilja að ríkið aðstoði geitabændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband